Annar þátturinn er helgaður íslenskri kvikmyndasögu en þar ræðir Kristín Svara Tómasdóttir við Gunnar Tómas Kristófersson sérfræðing á Kvikmyndasafni Íslands og doktorsnema í kvikmyndafræði en hann hefur ötull við að skrifa í tímaritið Sögu um efni sem tengjist íslenskri kvikmyndasögu. Til umfjöllunar er m.a. fjársjóðskista Kvikmyndasafnsins og rannsóknir Gunnars Tómasar á íslenskri kvikmyndasögu.
Og nú í marsbyrjun birtist spjall Braga Þorgríms Ólafssonar og Erlu Huldu Halldórsdóttur um bókina, Strá fyrir straumi. Ævi Sigríðar Pálsdóttur 1808-1871, sem hlaut viðurkenningu Hagþenkis nú á dögunum. Þar ræða þau saman um sögu Sigríðar Pálsdóttur, sem skildi eftir sig vitnisburð um ævi sína í formi 250 bréfa sem hún skrifaði bróður sínum, Páli Pálssyni stúdent, 1817-1871. Í spjallinu er rætt um líf Sigríðar, stefnur og strauma innan ævisagnaritunar, bréf kvenna á nítjándu öld, tengsl við stórsögu, kynhlutverk og kvenréttindi um miðja 19. öld, tengsl höfundar við viðfangsefni sitt og margt fleira.