Sögukvöld 2. nóvember
Saga LXI – II 2023 kemur út um næstu mánaðamót. Að venju er blásið til Sögukvölds í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, fimmtudaginn 2. nóvember, kl. 20. Ritstjórar Sögu, Kristín Svava Tómasdóttir og Vilhelm Vilhelmsson kynna efni haustheftisins, þar á meðal ritrýnda grein Skafta Ingimarssonar um Samalas-eldgosið 1257 og fall íslenska goðaveldisins og þýdda grein Alan Mikhail […]
Nýr þáttur af Blöndu
Í síðustu viku kom út nýr þáttur af Blöndu — hlaðvarpi Sögufélags. Í þættinum ræðir Katrín Lilja Jónsdóttir við Ragnhildi Hólmgeirsdóttur sagnfræðing á Þjóðskjalasafni Íslands og einn af ritstjórum Yfirréttarins á Íslandi í tilefni af útgáfu þriðja bindisins. Ragnhildur segir hlustendum Blöndu upp og ofan af útgáfunni, heimildaleit og gloppóttum skjalasöfnum og mikilvægi útgáfu þessa […]