Í tilefni af mikilli grósku í rannsóknum á hinsegin sögu og hinseginleika er efnt til málstofu og fögnuðar mánudaginn 28. nóvember kl. 20 í sal Samtakanna 78 við Suðurgötu 3, 101 Reykjavík. Öll hjartanlega velkomin.
Vera Illugadóttir er málstofustjóri og fram koma fimm fyrirlesarar:
– Hafdís Erla Hafsteinsdóttir: Úr fangabúðum í frelsisgöngur. Ferðalag bleika þríhyrningsins á seinni hluta tuttugustu aldar. Erindið byggir á ítarlegum eftirmála Hafdísar í nýrri útgáfu af bókinni Mennirnir með bleika þríhyrninginn.
– Elías Rúni, rithöfundur, hönnuður og myndlýsir, flytur erindi um heimildamyndasöguna Kvár.
– Ásta Kristín Benediktsdóttir, bókmenntafræðingur: Hvað er málið með þessar gröðu konur?
– Þorvaldur Kristinsson, bókmennta- og kynjafræðingur: Hugað að heimildum um hinsegin sögu.
– Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur: Miklar ástir og miklir harmar: Af forboðnum ástum á e.s. Gullfossi sumarið 1917.
Viðburðurinn er á vegum Sögufélags og Samtakanna 78 og er öllum opinn. Fimm ár eru liðin frá útkomu bókarinnar Svo veistu að þú varst ekki hér. Hinsegin sagnfræði og hinsegin saga á Íslandi, á vegum Sögufélags, sem markaði tímamót í rannsóknum á hinsegin sögu. Auk þess hafa hinsegin rannsóknir í Háskóla Íslands eflst töluvert á síðustu árum.