120 ára afmælishátíð Sögufélags

Afmælishátíð Sögufélags 1. desember 2022 kl. 16 – öllum boðið

Sögufélag fagnar 120 ára afmæli í ár. Félagið var stofnað árið 1902 með það að markmiði að gefa út tímarit, heimildarit og annað efni um sagnfræði og söguleg efni, einkum um sögu Íslands. Enn í dag er félagið helsti útgefandi rita af þessu tagi og vinnur ötullega að því að auka þekkingu, skilning og áhuga á sögu Íslands, og ná til almennings, fræðimanna, sagnfræðinema og annars áhugafólks um sögu.

Í tilefni þessara tímamóta býður Sögufélag til afmælishátíðar fimmtudaginn 1. desember í Bryggjusal Sjóminjasafns – Borgarsögusafns á Granda. Dagskrá hefst kl. 16 og eru allir vinir og velunnarar Sögufélags hjartanlega velkomnir að fagna með sínu félagi.

DAGSKRÁ

• Ávarp menningar- og viðskiptaráðherra, Lilju D. Alfreðsdóttur.
• Forseti Sögufélags Hrefna Róbertsdóttir kynnir útgáfustarf Sögufélags.
• Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur kynnir ritröðina Safn Sögufélags, þýdd rit síðari alda um Ísland og Íslendinga.
• Samband við söguna. Sögufélag í 120 ár, Íris Ellenberger sagnfræðingur stiklar á stóru í sögu félagsins.
• Kynning á stofnun Aldarsjóðs – útgáfusjóði Sögufélags, Brynhildur Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Sögufélags.

Tónlist flytur Óskar Magnússon gítarleikari og boðið verður upp á léttar veitingar auk þess sem gestir geta notið sýningar á bókum Sögufélags og myndum úr starfinu.