Ný ritnefnd Sögu tekur til starfa

Ný ritnefnd Sögu hélt sinn fyrsta fund í gær en ritnefndin hefur nýlega verið stækkuð og samanstendur nú af 11 fræðimönnum á ólíkum sviðum. Ritnefnd Sögu er fagráð sem veitir ritstjórum ráðgjöf og aðhald í þeim tilgangi að halda á lofti faglegum gildum og fræðilegum vinnubrögðum við útgáfu tímaritsins. Á meðal hlutverka hennar að veita ritstjórum ráðgjöf […]

Skafti Ingimarsson skrifar undir útgáfusamning við Sögufélag

Sögufélag hefur samið við Skafta Ingimarsson um útgáfu bókar sem byggir á doktorsritgerð hans „Íslenskir kommúnistar og sósíalistar: Flokksstarf, félagsgerð og stjórnmálabarátta 1918–1968“. Rannsókn Skafta beinist að skipulagi og daglegu starfi kommúnista og sósíalista, ólíkt fyrri rannsóknum sem hafa lagt áherslu á tengsl við sovésk stjórnvöld. Stefnt er að útgáfu á árinu 2022. Bókin verður ánægjuleg viðbót […]

Sumarliði R. Ísleifsson

Sumarliði R. Ísleifsson (f.  1955) er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands og lauk doktorsprófi frá sömu stofnun árið 2014. Hann var sjálfstætt starfandi sagnfræðingur innan ReykjavíkurAkademíunnar 1998–2012, og hefur ritað og ritstýrt fjölda bóka um sagnfræði. Árið 2020 kom bók hans, Í fjarska norðursins. Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár, út hjá […]