Tveir höfundar bóka sem Sögufélag gaf út í ár, hafa fengið úthlutað úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar. Það eru þau Axel Kristinsson höfundur bókarinnar Hnignun, hvaða hnignun? og Kristín Svava Tómasdóttir sem skrifaði Stund klámsins. Bækurnar hafa báðir vakið eftirtekt og umtal, þær eru vel skrifaðar, læsilegar og falla því vel að úthlutunarreglum sjóðsins.
Steinunn Kristjánsdóttir og Vilhelm Vilhelmsson fengu einnig veglega styrki fyrir bækur sínar sem Sögufélag gaf út 2017; Leitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir og Sjálfstætt fólk – vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld. Allmargir sagnfræðingar aðrir hlutu styrk úr sjóðnum.
Sjóðurinn Gjöf Jóns Sigurðssonar var stofnaður samkvæmt erfðaskrá Ingibjargar Einarsdóttur, ekkju Jóns forseta árið 1879. Tveimur árum síðar samþykkti Alþingi reglur um sjóðinn sem veitti allmörgum fræði- og vísindamönnum viðurkenningu fyrir vel samin rit. Hann styrkti útgáfu þeirra og merkra heimildarrita.
Á Þjóðhátíðarárinu 1974 ákvað Alþingi að efla sjóðinn með árlegu framlagi og er nú veitt til hans á fjárlögum jafngildi árslauna prófessors við Háskóla Íslands. Upphafleg markmið sjóðsins hafa jafnan verið höfð í huga við úthlutun sem er annað hvert ár.
Að þessu sinni sinni var úthlutað styrkjum samtals að fjárhæð 9,6 milljónum.