Landsnefndin á Hringbraut
Hrefna Róbertsdóttir, önnur tveggja ritstjóra Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771 og forseti Sögufélags, var í viðtali hjá Birni Jóni Bragasyni í þættinum Saga og samfélag á Hringbraut í síðustu viku. Hægt er að nálgast þáttinn hér. Áfram má kaupa allt landsnefndarsafnið á sérstöku tilboði hér á vefsíðunni.
Jólakveðja Sögufélags
Hausthefti Sögu rætt í Blöndu, hlaðvarpi Sögufélags
Í sjöunda þætti Blöndu, hlaðvarps Sögufélags, er rætt við Kristínu Sövu Tómasdóttur um hausthefti Sögu 2020. Í heftinu kennir ýmissa grasa og ber helst að nefna þrjár ritrýndar greinar. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir skrifar um landnám kynjasögunnar á Íslandi á þessari öld, Hjalti Hugason fjallar um heimagrafreiti á Íslandi á nítjándu og tuttugustu öld og Brynja Björnsdóttir skrifar […]