Ragnheiður Kristjánsdóttir (f. 1968) er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Meðal verka hennar er bókin Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verkalýðsstjórnmál 1901–1944, sem kom út árið 2008. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum fengist við hugmynda- og stjórnmálasögu 19. og 20. aldar, nánar tiltekið sögu vinstri hreyfingarinnar, þróun lýðræðis og nú síðast kvenna- og kynjasögu.
Ragnheiður sat í stjórn Sögufélags á árunum 2001–2007.