Út er kominn sjötti þáttur Blöndu, hlaðvarps Sögufélags. Þar er rætt við Áslaugu Sverrisdóttur, höfund bókarinnar Handa á milli. Sögu Heimilisiðnaðarfélags Íslands 1913–2013.
Hún segir frá uppruna heimilisiðnaðar á Íslandi, hvernig Heimilisiðnaðarfélagi hefur reynst landsmönnum á krepputímum, gullaldarárum félagsins áratugina eftir seinni heimsstyrjöld og hvernig félagið hefur breyst og þróast í takt við samfélagsbreytingar hér á landi.
Hægt er að nálgast þáttinn hér.