Guðmundur Jónsson

Guðmundur Jónsson (f. 1955) er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann er með doktorspróf frá London School of Economics (1992) og hafa rannsóknir hans einkum legið á sviði félags- og hagsögu Íslands á 19. og 20. öld, en auk þess hefur hann rannsakað neyslu- og matarsögu síðari alda. Guðmundur sat í stjórn Sögufélags á árunum 1984-1987 og 1996-1997, og var ritstjóri Sögu 1995-2002. Hann hefur ritstýrt tveimur greinasöfnum fyrir Sögufélag, Frjálsu og fullvalda ríki og Nýju Helgakveri

 

Bækur eftir höfund