#45 Viðurkenningarhafinn Erla Hulda Halldórsdóttir og saga Sigríðar Pálsdóttur

Screenshot 2025-03-01 140857

Bókin, Strá fyrir straumi. Ævi Sigríðar Pálsdóttur 1808-1871, sem hlaut viðurkenningu Hagþenkis nú á dögunum er til umfjöllunar í nýjum Blöndu þætti Sögufélags.

Bragi Þorgrímur Ólafsson og Erla Hulda ræða saman um sögu Sigríðar Pálsdóttur, sem skildi eftir sig vitnisburð um ævi sína í formi 250 bréfa sem hún skrifaði bróður sínum, Páli Pálssyni stúdent, 1817-1871.

Þessi bréf, og viðamikið bréfasafn Páls stúdents, nýtir Erla Hulda til að lýsa ævi Sigríðar, lífi hennar og viðhorfum, börnum, fjölskyldum og vinafólki, flutningum, sigrum og áföllum. Í spjallinu er rætt um líf Sigríðar, stefnur og strauma innan ævisagnaritunar, bréf kvenna á nítjándu öld, tengsl við stórsögu, kynhlutverk og kvenréttindi um miðja 19. öld, tengsl höfundar við viðfangsefni sitt og margt fleira.

Eldri hlaðvörp

#44 Gunnar Tómas Kristófersson og íslensk kvikmyndasaga

#43 Eggert Ágúst Sverrisson og Drottningin í Dalnum

Markús Þórhallsson

#42 Guðmundur Jónsson og Ástand Íslands um 1700

Jón Kristinn Einarsson

#41 Hrafnkell Lárusson og Lýðræði í mótun

Jón Kristinn Einarsson

#40 Þorkell Gunnar og Ólympíuleikarnir 1948

Ása Ester Sigurðardóttir

#39 Kobeinn Rastrick um 30. marz 1949

Katrín Lilja Jónsdóttir