Aðalfundur Sögufélags 2025 verður haldinn fimmtudaginn 13. febrúar kl. 18:00 – 19:00 í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar
3. Kjör stjórnar og annarra trúnaðarmanna
4. Önnur mál
Framboð til stjórnar skulu berast skrifstofu félagsins með sjö daga fyrirvara, sogufelag@sogufelag.is. Forseti skal kjörinn sérstaklega til tveggja ára í senn og má endurkjósa hann fjórum sinnum. Aðrir stjórnarmenn skulu kjörnir til eins árs í senn og mega þeir eigi sitja lengur en sex ár samfellt í stjórn.
Hlé
Erindi: Hrafnkell Lárusson kl. 19.30
Í framhaldi af aðalfundinum, kl. 19:30, flytur Hrafnkell Lárusson, höfundur bókarinnar Lýðræði í mótun, erindi sem nefnist Lýðræði og félagshreyfingar: aðgengi, þátttaka og traust.