Á síðustu vikum hafa komið út tveir nýir þættir af Blöndu — hlaðvarpi Sögufélags.
Í öðrum þeirra er rætt var við Hrafnkel Lárusson um útgáu á verkinu Lýðræði í mótun. Jón Kristinn Einarsson ræddi við Hrafnkel m.a. um vöxt frjálsra félaga og samtaka á árabilinu 1874-1915 og hvernig almenningur, með þátttöku sinni í þeim, setti mark sitt á íslenska samfélags- og lýðræðisþróun.
Og nú rétt í þessu kom út þáttur þar sem Jón Kristinn Eianrsson ræddi við Guðmund Jónsson ritstjóra bókarinnar Ástand Íslands um 1700. Bókin er samstarfsverkefni sjö fræðimanna og byggir á stórmerkilegum heimildum, jarðabókinni, kvikfjártalinu og manntalinu, sem var safnað saman á Íslandi við upphaf átjándu aldar. Þeir fara vítt og breitt um sviðið og velta upp hvernig var að búa á gamla Íslandi, landi bænda og sjómanna, höfðingja og almúgamanna.