Hvað er næst á dagskrá hjá Sögufélagi?

Yfirrétturinn á Íslandi: Dómar og skjöl IV. bindi 1733–1741 verða til umfjöllunar á réttarsögumálstofu á Lagadaginn 2024 á morgun, 27. nóvember þar sem útgáfu bókarinn verður fagnað.

Þetta er í fyrsta skipti sem efnt er til réttarsögumálstofu sem helguð verður Yfirréttinum á Íslandi sem starfaði á árunum 1563-1800. Málstofnan er í samstarfi við Sögufélag og ber heitið „Handalögmál, móðganir og varðhald á heimili héraðsdómara – Yfirrétturinn á 18. öld“. Málstofustjóri verður Viðar Pálsson dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands og framsögur flytja Þorsteinn Magnússon dómari við Héraðsdóm í Reykjavík og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir sagnfræðingur, skjalavörður við Þjóðskjalasafn Íslands og einn ritstjóra Yfirréttarins á Íslandi.

Lagadagurinn er haldinn af Lögmannafélagi Íslands, Lögfræðingafélagi Íslands og Dómarafélagi Íslands.

Bókin er fáanleg í helstu bókaverslunum og á vefsíðu Sögufélags hér.