Tilefnið er útgáfa bókar sagnfræðingsins og íþróttafréttamannsins, Þorkels Gunnars Sigurbjörnssonar.
Ritstjóri bókarinnar, Rósa Magnúsdóttir prófessor, segir frá aðkomu sinni að bókinni og síðan mun höfundurinn kynna bók sína og lesa úr henni.
Sumarólympíuleikarnir í London árið 1948 voru merkilegir fyrir margra hluta sakir. Vegna seinni heimsstyrjaldarinnar höfðu ekki verið haldnir Ólympíuleikar í 12 ár, en aðstæður í London voru erfiðar svona stuttu eftir stríð og stundum er talað um „meinlætaleikana“ af þeim sökum. Þetta voru líka fyrstu sumarleikarnir sem Ísland keppti á eftir lýðveldisstofnun og Íslendingar höfðu metnað til að standa sig vel. Ísland sendi því stóran flokk á leikana og íslenskar konur þreyttu frumraun sína á Ólympíuleikum.
Íslendingar sendu fjölmennan flokk á Sumarólympíuleikana í London árið 1948 þrátt fyrir gjaldeyrishöft á Íslandi og matarskort í Bretlandi. Bókin fjallar um undirbúning Íslendinga fyrir Sumarólympíuleikana í London árið 1948 þá fyrstu eftir síðari heimstyrjöldina og þátttökuna á leikunum ásamt hinum ýmsu áskoranir sem fylgdu þátttöku Íslending á leikunum.
Léttar veitingar og öll velkomin.