Sjálfsævisaga eftir Klemens Jónsson. Blásið til útgáfuhófs 4. september kl. 17

Í fyrsta útgáfuhófi Sögufélags á þessu hausti fögnum við útkomu bókarinnar Sjálfsævisaga, eftir Klemens Jónsson.

Ritstjórar eru Anna Agnarsdóttir og Áslaug Agnarsdóttir.

Anna mun segja frá aðkomu sinni og Áslaugar að bókinni og kynna Klemens fyrir gestum.

Endurminningar Klemensar lýsa atburðarás sem hann lifði sjálfur og eru ritaðar frá hans sjónarhorni. Stóran hluta ævinnar stóð hann á miðju leiksviði sögu Íslands. Margt af því sem hann tók þátt í til telst til lykilatburða í Íslandssögunni og persónur sem hann átti í samskiptum við eru ýmsar þjóðkunnar. Endurminningar hans fjalla þó ekki aðeins um störf hans á vettvangi stjórnmálanna heldur eru þær einnig persónuleg frásögn af fjölskylduhögum, innilegri gleði og djúpri sorg.

Léttar veitingar og öll velkomin.