Nýtt fréttabréf Sögufélags

Útgáfuhóf 4. júlí nk. þar sem við fögnum útkomu bókarinnar, Iceland & Greenland. A Millennium of Perceptions. Ný Yfirréttur kominn í hús og þrír nýir og ferskir hlaðvarpsþættir Sögufélags. Hér getur þú lesið fréttabréfið!
Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 – Kilja

Við hjá Sögufélagi erum sannfærð um að þetta sé sumarlesningin. Bókin sem marg-tilnefnd og verðlaunuð er komin út að nýju er nú í kiljuformi. Hún segir viðburðaríka sögu hússins sem stendur horni Þingholtsstrætis og Spítalastígs Húsið var byggt árið 1884 sem fyrsta sjúkrahús Reykvíkinga. Síðar var það gert að farsóttaspítala og geðsjúkrahúsi og seinast að […]
Tveir nýir þættir á Blöndu — hlaðvarpi Sögufélags

Fyrri þátturinn er helgaður sögu íslenskrar kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar á árunum 1918–1968. Þar ræðir Ævar Kjartansson við höfundinn, Skafta Ingimarsson, um bók hans, Nú blakta rauðir fánar, m.a. hvers vegna kommúnistahreyfingin á Íslandi var jafn öflug og raun ber vitni einnig um valdabaráttuna innan hreyfingarinnar og togstreituna milli Reykjavíkur og landsbyggðarinnar, sem fram kom í starfi […]