Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands efnir til málþings í tilefni af útgáfu bókarinnar Ástand Íslands um 1700, lífshættir í bændasamfélagi.
Málþingið er haldið í Odda 101 laugardaginn 1. febrúar kl. 13:30–16:15 og verður í formi pallborðsumræðna þar sem höfundar kynna framlag sitt í stuttu máli og skiptast á skoðunum við aðra fræðimenn um valda þætti úr bókinni.
Á málþinginu verður einnig opnuð ný og stórbætt útgáfa af vef gagnagrunnsins 1703.is sem búinn var til í tengslum við rannsóknarverkefnið.
Málþingsstjóri er Anna Agnarsdóttir