Úthlutað var úr sjóðnum, Gjöf Jóns Sigurðssonar, við hátíðlega athöfn í Smiðju Alþingis

Sex höfundar Sögufélags hlutu verðlaun úr sjónum, Gjöf Jóns Sigurðssonar. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum. Sjóðurinn er í umsjón Stjórnarráðs Íslands og var stofnfé hans erfðagjöf Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðssonar. Gjöf Jóns Sigurðssonar veitir viðurkenningar fyrir rit sem „lúta að sögu Íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn eða framförum“ eins og segir í stofnskrá sjóðsins. Veitt er úr honum á tveggja ára fresti.

Sögufélag óskar höfundum hjartanlega til hamingju með verðlaunin en þeir eru:

Guðmundur Jónsson ritstjóri og meðhöfundar bókarinnar:  Ástand Íslands um 1700. Lífshættir í bændasamfélagi

Haraldur Sigurðsson höfundur bókarinnar: Samfélag eftir máli. Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi

Hrafnkell Lárusson höfundur bókarinnar Lýðræði í mótun

Jón Kristin Einarssyni höfundur bókarinnar: Jón Steingrímsson og Skaftáreldar

Kristín Svava Tómasdóttir höfundur bókarinnar: Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25

Skafti Ingimarsson höfundur bókarinnar Nú blakta rauðir fánar. Saga kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar á Íslandi 1918–1968 hjartanlega til hamingju með verðlaunin