Nýr þáttur af Blöndu

Nýr þáttur af Blöndu — hlaðvarpi Sögufélag var að koma í loftið. Markús Þórhallsson ræðir við Eggert Ágúst Sverrisson um nýútkomna bók hans Drottningin í Dalnum. Markús og Eggert ræða m.a. efnahagsþróun tímabilsins en þar nýtir Eggert hagfærði- og sagnfræðiþekkingu sína með bakgrunn í báðum fögum.

Úthlutað var úr sjóðnum, Gjöf Jóns Sigurðssonar, við hátíðlega athöfn í Smiðju Alþingis

Sex höfundar Sögufélags hlutu verðlaun úr sjónum, Gjöf Jóns Sigurðssonar. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum. Sjóðurinn er í umsjón Stjórnarráðs Íslands og var stofnfé hans erfðagjöf Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðssonar. Gjöf Jóns Sigurðssonar veitir viðurkenningar fyrir rit sem „lúta að sögu Íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn eða framförum“ eins og segir í stofnskrá […]

Tveir nýir þættir af Blöndu

Á síðustu vikum hafa komið út tveir nýir þættir af Blöndu — hlaðvarpi Sögufélags. Í öðrum þeirra er rætt var við Hrafnkel Lárusson um útgáu á verkinu Lýðræði í mótun. Jón Kristinn Einarsson ræddi við Hrafnkel m.a. um vöxt frjálsra félaga og samtaka á árabilinu 1874-1915 og hvernig almenningur, með þátttöku sinni í þeim, setti […]