Saga LXII – II 2024 kemur út á næstu dögum. Að venju er blásið til Sögukvölds í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, þriðjudaginn 19. nóvember, kl. 20.
Annar af ritstjórum Sögu, Kristín Svava Tómasdóttir, kynnir efni haustheftisins.
Aðrir sem fram koma eru höfundar greina í heftinu:
Guðmundur J. Guðmundsson segir okkur frá leitinni að fyrstu ljósmyndinni sem tekin var á Íslandi.
Hrafnkell Lárusson varpar fram spurningunni hvort almenningur hafi verið áhugalaus um sjálfstæðisbaráttuna.
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir ræðir systkinin Steinunni Thorsteinsson og Harald Hamar út frá sjónarhorni hinsegin sögunnar.
Árni Daníel Júlíusson segir okkur frá útbreiðslu og stöðu hjáleigna á miðöldum.
Léttar veitingar í boði og öll velkomin!