Hjá Sögufélagi, Dyngjuvegi 8, 104 Reykjavík
Sögufélagið blæs til útgáfuhófs af ærnu tilefni.
Tvöfalt útgáfuhóf í tilefni útgáfu bóka sagnfræðinganna Hrafnkels Lárussonar & Skafta Ingimarssonar.
Ritstjórar bókanna segja frá aðkomu sinni að viðkomandi bók og síðan munu höfundar kynna sína bók og lesa úr henni.
Í bók sinni Lýðræðið í mótun fjallar Hrafnkell Lárusson um vöxt frjálsra félaga og samtaka á árabilinu 1874-1915 og hvernig almenningur, með þátttöku sinni í þeim, setti mark sitt á íslenska samfélags- og lýðræðisþróun.”
Í bók sinni, Nú blakta rauðir fánar: saga kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar á Íslandi 1918–1968, spyr Skafti Ingimarsson hvers vegna kommúnistahreyfingin á Íslandi var jafn öflug og raun ber vitni og fjallar jafnframt um valdabaráttuna innan hreyfingarinnar og togstreituna milli Reykjavíkur og landsbyggðarinnar, sem fram kom í starfi hennar.
Léttar veitingar og öll velkomin.