Sumarliði R. Ísleifsson (f. 1955) er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands og lauk doktorsprófi frá sömu stofnun árið 2014. Hann var sjálfstætt starfandi sagnfræðingur innan ReykjavíkurAkademíunnar 1998–2012, og hefur ritað og ritstýrt fjölda bóka um sagnfræði. Árið 2020 kom bók hans, Í fjarska norðursins. Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár, út hjá Sögufélagi og hlaut hún Íslensku bókmenntaverðlaunin það árið.