Patricia Pires Boulhosa (f. 1965) er með doktorspróf í miðaldasagnfræði frá Cambridge-háskóla (f. 2003). Doktorsritgerð hennar fjallaði um Gamla sáttmála. Þar hélt hún því fram að sáttmálinn væri tilbúningur frá 15. öld og að samantekt hans hafi verið liður í baráttu íslenskra höfðingja við Noregskonung vegna ágreinings um verslun. Stytt útgáfa doktosritgerðarinnar kom út í smáritaröð Sögufélags árið 2006.