FRÉTTIR

Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda (FÍBÚT) opnar á Laugardalsvelli í dag.

Sögufélag, líkt og undanfarin ár, er með bás á markaðnum þar sem hægt er að kaupa bækur félagsins á kostakjörum. Meðal þess sem er í boði eru Smárit SögufélagsHinir útvöldu eftir Gunnar Þór Bjarnason, verðlaunabókin Stund klámsins eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur og margt fleira. Allt á gjafaverði.

Bókamarkaðurinn er opinn frá kl. 10-21 alla daga og stendur yfir dagana 27. febrúar til 15. mars.

Aðalfundur Sögufélags verður haldinn fimmtudaginn 12. mars næstkomandi klukkan 18:00 í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundastörf og verður Hafdís Erla Hafsteinsdóttir fundarstjóri. Að þeim loknum verður kaffipása og klukkan 19:30 mun Unnur Birna Karlsdóttir svo flytja erindið „Að skrifa sagnfræðirit um mann og dýr. Spurningar og álitamál sem komu upp við ritun sögu hreindýra á Íslandi.“

Allir hjartanlega velkomnir.

Í gær birtist ritdómur á Kjarnanum eftir Jakob S. Jónsson um Öræfahjörðina: Sögu hreindýra á Íslandi eftir Unni Birnu Karlsdóttur sem Sögufélag gaf út fyrir síðustu jól. Jakob fer fögrum orðum um Öræfahjörðina og segir meðal annars að bókin veiti „mik­il­vægan og verð­mætan fræði­legan skiln­ing á umræðu sem er ærið áber­andi í okkar nútíma og varðar fyrst og fremst spurn­ing­una sem ein­fald­lega snýst um hvort nýta eigi nátt­úru í þágu manns eða vernda í þágu ferða­þjón­ustu og fram­tíð­ar.“

Ritdóminn má finna hér.

 

 

 

Eldri Fréttir