Húsfyllir var á þverfaglegu málþingi Sögufélags og Sagnfræðistofnunar Vesæl þjóð í vondu landi? Goðsagnir og raunveruleiki Íslandssögunnar.
Guðrún Gísladóttir, prófessor í landfræði reið á vaðið þar sem hún lýsti hvernig menn og eldfjöll gerbreyttu ásýnd Íslands á fyrstu öld byggðar í landinu. Axel Kristinsson sagnfræðingur fjallaði um goðsagnir eða mýtur um s.k. vistmorð sem hann taldi ekki endilega standast frekari skoðun.
Helgi Þorláksson fyrrverandi prófessor í sagnfræði fjallaði um hvernig viðhorf til Dana tók breytingum á seinni hluta tuttugustu aldar og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að kenna einum hópi öðrum fremur um fátækt á Íslandi fyrr á tímum. Að lokum leiddi sagnfræðingurinn Árni Daníel Júlíusson að því sannfærandi líkum að Íslendingar gætu hafa verið um 100 þúsund á 14. öld, með því að „nota aðrar heimildir“ en hingað til.
Óhikað má fullyrða að aðkoma ólíkra fræðigreina eykur á dýpt umræðunnar um liðna tíma. Innlegg Guðrúnar Gísladóttur, Egils Erlendssonar, Sigrúnar Daggar Eddudóttur og Leones Tinganelli treysti skilning viðstaddra á því sem sem sagnfræðingarnir höfðu fram að færa.