Saga Pelópseyjarstríðsins

/

Skrásetjarinn Þúkýdídes lýsir hinum hörðu bardögum Aþeninga, Spartverja og annarra sem komu við sögu þegar Pelópseyjarstríðið geisaði á fimmtu öld fyrir Kristsburð. Sjálfur var Þúkýdídes frá Aþenu og tók þátt í átökunum fyrstu árin. Samt leyfir hann lesandanum að draga sínar eigin ályktanir um atburðina sem lýst er. Þannig hafa seinni sagnaritarar mátt hafa hann til eftirbreytni. Jafnframt er ekki að undra að rit Þúkýdídesar hefur löngum verið skyldulesning í ýmsum deildum háskóla um víða veröld.

Í bókarlok er lesandi margs vísari og til vitnis um það eru þessi orð þýðanda, Sigurjóns Björnssonar, í inngangi verksins: „Enda þótt næstum hálft þriðja árþúsund sé liðið frá því að þeir atburðir gerðust, sem þar segir frá, hefur manneðlið lítið breyst síðan saga þeirra var samin. Enn eru valdagræðgin, valdhrokinn, ágirndin, yfirgangurinn og ófyrirleitnin söm við sig hjá þeim sem telja sig hafa krafta til að beita. Höfundur sögunnar virðist af viturleik sínum hafa gert sér grein fyrir þessu.“

Nánari upplýsingar :

Höfundur

Þýðandi

Útgefandi

Blaðsíðufjöldi

Útgáfuár

ISBN

9789935466020

Tegund , , , ,

, , , ,

Fjöldi :
Saga Pelópseyjarstríðsins
BÓK
kr. 5900
Tilboð
kr. 5015
Allar bækur Sögufélags fást með 15% afslætti á skrifstofu Sögufélags og í Bókabúð Forlagsins