Ísland: ferðasaga frá 17. öld

/

Hús sín hafa þeir að mestu í jörðu niðri, lítill munur er á ytri klæðnaði karla og kvenna svo að erfitt er að greina á milli kynjanna og í Heklu logar eldur án afláts. Þannig sagðist Tékkanum Daníel Vetter m.a. frá í ferðalýsingu sinni Islandia eða Ísland sem kom út árið 1638.

Jón Sigurðsson forseti var í hópi þeirra sem töldu frásögn Tékkans mesta fleipur og færð hafa verið rök fyrir því að hann hafi aldrei komið til landsins. Þorvaldur Thoroddsen ritaði hins vegar að Vetter hafi tekið vel eftir öllu á ferð sinni á Íslandi og „sagt svo rétt frá sem honum frekast var unnt.“

Daníel Vetter var hámenntaður maður, kenndi m.a. krónprinsinum, syni Friðriks „vetrarkonungs“. En kom hann til Íslands? Hvaða ár hefur það þá verið? Og af hverju ber mönnum svona mikið á milli í afstöðu sinni til hans? Þessu reyna Helena Kadečková og Helgi Þorláksson að svara í inngangi.

Heilum 345 árum eftir útkomu sína birtist ferðalýsing Vetters í fyrsta sinn á íslensku, þýdd beint úr tékknesku af Hallfreði Erni Eiríkssyni og Olgu Maríu Franzdóttur. Myndir eru í bókinni, ýtarlegar skýringar og skrár.

Nánari upplýsingar :

Höfundur

Útgefandi

ISBN

9979973997

Blaðsíðufjöldi

Útgáfuár

Þýðandi

Tegund ,

,

Fjöldi :
Ísland: ferðasaga frá 17. öld
BÓK
kr. 4900
Tilboð
kr. 4165
Allar bækur Sögufélags fást með 15% afslætti á skrifstofu Sögufélags og í Bókabúð Forlagsins