Tveggja alda minning Jóns Thoroddsens: Katrín Jakobsdóttir meðal fyrirlesara

október 2018

Sögufélag og Bókaútgáfan Sæmundur efna sameiginlega til dagskrár í tilefni af tveggja alda minningu Jóns Thoroddsens. Samkoman er haldin í Safnaðarheimili Grensáskirkju á afmælisdegi skáldsins sem fæddist á Reykhólum þann 5. október 1818.

Veitingar í boði og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Við sama tækifæri kynna Sæmundur og Sögufélag nýlegar útgáfur á verkum Jóns og bjóða á tilboðsverði.

Dagskrá
(Safnaðarheimili Grensáskirkju 5. október kl. 20-21:30)

  • Katrín Jakobsdóttir: Jón Thoroddsen og skáldsögur hans
  • Sveinn Yngvi Egilsson: Landið í ljóðum Jóns Thoroddsens

María Sól Ingólfsdóttir og Mattias Martínez Carranza flytja eldri gerð Vögguvísu og Búðarvísna úr Pilti og stúlku eftir Jón Thoroddsen við lög Emils Thoroddsens

Hlé

  • Guðmundur Andri Thorsson: Af kvisti’ á kvist ég hoppa hér: Nokkur orð um ljóðagerð Jóns Thoroddsens
  • Haraldur Bernharðsson: Gamalt mál fyrir nýja tíma

Fundarstjóri er Már Jónsson, sem jafnframt segir frá nýjum útgáfum á bréfum Jóns og skáldsögunni Pilti og stúlku.