Stund klámsins í öðru sæti!

Bók Kristínar Svövu Tómasdóttur Stund klámsins hafnaði í öðru sæti í flokki fræði- og handbóka, í verðlaunavali bóksala 2018.  Stórvirkið Flóra Íslands var hlutskarpast að þessu sinni.

Verðlaun bóksala eru árviss atburður sem var kynntur í bókaþætti Egils Helgasonar Kiljunni miðvikudagskvöldið 12. desember.

Bóksalar um allt land greiða atkvæði um nýútkomnar bækur og eru birtar niðurstöðurnar fyrir þrjú efstu sætin í mismunandi flokkum.

Sögufélag óskar Kristínu Svövu og öllum aðstandendum Stundar klámsins innilega til hamingju með árangurinn.