Snorri Sturluson er einn frægasti Íslendingur sem uppi hefur verið og er erlendis einkum kunnur fyrir Eddu og Heimskringlu. Íslendingar 20. aldar minnast Snorra einkum sem ritsnillings, en einnig sem héraðshöfðingja og mikils stjórnmálamanns. Almennt mun talið hérlendis að hann hafi verið jafnvígur í ritlist og refskák stjórnmála.
Í bókinni má finna svör við mörgum áleitnum spurningum um Snorra og verk hans. Spurt er um sannfræði og skáldskap í ritum hans. Er víst að hann sé höfundur Heimskringlu? Hvað vann hann til að vera um langt skeið frægasti ritsnillingur Íslendinga?