Skip to content
Útgáfuár

2002

Útgefandi

Sögufélag

Blaðsíðufjöldi

301

Frá Íslandi til Vesturheims

Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir

Uppseld

Gullsmiðurinn frá Æðey

Fári alþýðumenn á 19. öld lifðu jafnvirðburðaríku lífi og Sumarliði Sumarliðason (1833-1925) frá Æðey við Ísafjarðardjúp. Þessi æskuvinur Matthíasar Jochumssonar skálds braust til mennta af ótrúlegum dugnaði og lærði gullsmíði í Kaupmannahöfn. Fullnuma í iðninni kom hann heim, kvæntist besta kvenkosti Vesturlands, heimasætunni Mörtu R. Kristjánsdóttur í Vigur, gerðist óðalsbóndi þar og óþreytandi framfaramaður í öllum greinum. Í bókinni er lýst hvernig hin glæsta draumsýn í Vigur hrynur út af alkóhólisma og lausung, hvernig Sumarliði berst við að höndla hamingjuna á nýjan leik uns hann, um fimmtugt, ákveður að flytja til Ameríku með þriðju konu sína og börn og hefja nýtt líf.

Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir sagnfræðingur hefur um árabil rannsakað ævi Sumarliða. Í þessu yfirgripsmikla verki byggir Hulda á dagbókum sem hann skráði á árunum 1851-1914.

Hér eru rannsökuð afdrif íslensku vesturfaranna, daglegt líf þeirra, gleði og sorgir, og ekki síst hvernig þeim vegnaði í nýja landinu.

Í bókinni koma fram nöfn fjölmargra Íslendinga sem bjuggu í nágrenni við Sumarliða í Norður-Dakóta og Seattle. Lýst er hvernig þeir héldu saman og reyndu að hjálpa hver öðrum, hvernig þeir reyndu að halda í íslenskar siðvenjur en urðu smám saman að láta undan áhrifum hins nýja þjóðfélags.

Sumarliði Sumarliðason á fjölda afkomenda hér á landi og einnig vestanhafs.

Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir (f. 1958) lauk BA-prófi í sagnfræði og íslensku frá Háskóla Íslands 1988 og cand. mag. prófi í sagnfræði frá sama skóla 1992. Hulda hefur verið sjálfstætt starfandi sagnfræðingur undanfarin ár en er nú sögukennari við Verzlunarskóla Íslands.

Eftir Huldu liggja greinar um Íslandssögu í tímaritum og bókum. Einnig hefur hún tekið saman útvarpsþætti.

Tengdar bækur