Kjörgripir á kostakjörum

febrúar 2019

Sögufélag verður með fjölda spennandi titla, á frábæru verði, á bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda sem hefst föstudaginn 22. mars. Á hverju ári flykkjast bókaþyrstir á markaðinn til að næla sér í það sem vantar í bókahillurnar, nú eða einfaldlega til að finna veglegar gjafabækur á frábæru verði.

Meðal þess sem finna má í bás Sögufélags eru margir árgangar tímaritsins Sögu, ýmis smárit á borð við Fyrstu forsetana, Með nótur í farteskinu og Gamla sáttmála. Jafnframt verður hægt að kaupa þýðingar Sigurjóns Björnssonar á Sögu Pelópseyjarstríðsins og Helleníku, bók Páls Björnssonar Jón forseti allur og ævisögu Churchills eftir Jón Þ. Þór. Þá er aðeins fátt eitt upp talið.

Nú er bara að bregða undir sig betri fætinum, heimsækja töfraheim bókanna í stúku Laugardalsvallar. Jafnframt er um holla og góða hreyfingu að ræða enda salurinn um 80 metrar að lengd. Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda verður opinn alla daga frá kl. 10 til 21 frá 22. febrúar til 10. mars.