Höfundakvöld Sögufélags 23. nóvember kl. 20

Höfundakvöld Sögufélags verður haldið í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, fimmtudaginn 23. nóvember kl. 20 með kynningum og léttu spjalli um nýútkomnar bækur Sögufélags:

• Hjalti Hugason ræðir við Steinunni Kristjánsdóttur um bók hennar: Leitina að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir.
• Guðmundur Jónsson ræðir við Vilhelm Vilhelmsson um bók hans Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld.
• Guðrún Elsa Bragadóttir ræðir við Írisi Ellenberger og Ástu Kristínu Benediktsdóttur um greinasafnið Svo veistu að þú varst ekki hér: Hinsegin sagnfræði og hinsegin saga á Íslandi. Íris og Ásta Kristín eru ritstjórar bókarinnar ásamt Hafdísi Erlu Hafsteinsdóttur. Auk ritstjóranna eiga Kristín Svava Tómasdóttir, Þorsteinn Vilhjálmsson og Þorvaldur Kristinsson einnig greinar í bókinni.

Bækurnar verða til sýnis og sölu á staðnum á góðu tilboðsverði og við þetta tilefni má einnig nálgast glænýtt hausthefti Sögu: Tímarits Sögufélags 2017. Jafnframt er um að gera að nýta tækifærið til að skoða eldri útgefnar bækur Sögufélags sem allar eru fáanlegar á skrifstofunni í Gunnarshúsi.

Boðið er upp á kaffi og meðlæti. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Höfundakvöld Sögufélags er hluti af höfundakvöldaröð Rithöfundasambandsins þar sem rithöfundar kynna nýútkomnar bækur fram að jólum.

Aðalfundur Sögufélags verður haldinn á undan höfundakvöldinu kl. 18.30-19.30. Allir velkomnir á hann líka.