„Góðir menn og góðar konur, komið sem allra, allra fyrst“

nóvember 2018

„Góðir menn og góðar konur, komið sem allra, allra fyrst“ er yfirskrift málþings um spænsku veikina sem Borgarsögusafn stendur fyrir í Iðnó sunnudaginn 18. nóvember kl. 14.

Framsögumenn eru Bragi Þorgrímur Ólafsson sagnfræðingur, Magnús Gottfreðsson prófessor og sérfræðingur í smitsjúkdómum og Erla Dóris Halldórsdóttir gjörgæsluhjúkrunarfræðingur og doktor í sagnfræði. Fundarstjóri: Alma D. Möller landlæknir. Tónlistarflutningur verður í höndum Hallveigar Rúnarsdóttur og Hrannar Þráinsdóttur.

Að málþingi loknu verður söguganga frá Iðnó að Hólavallagarði með Gunnari Þór Bjarnasyni sagnfræðingi, Sólveigu Ólafsdóttur sagnfræðingi og Heimi Birni Janusarsyni umsjónarmanni Hólavallagarðs.

Gunnar Þór Bjarnason fjallar einnig um spænsku veikina í nýútkominni bók sinni, Hinir útvöldu: Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918.