Erla Hulda Halldórsdóttir

Erla Hulda Halldórsdóttir (f. 1966) er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og lauk doktorsprófi frá sama skóla árið 2011. Rannsóknir hennar hverfast um kvenna- og kynjasögu, einkum sögu 19. og 20. aldar. Jafnframt hefur hún rannsakað sagnaritun og aðferða- og heimildafræði, ekki síst með tilliti til sendibréfa fyrri tíma og fræðilegra ævisagna. Bók hennar, Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850–1903, kom út árið 2011.

Erla Hulda var ritstjóri Sögu 2017–2018 og sat í stjórn Sögufélags 2006–2009.

Bækur eftir höfund