Bjarnarmessa: 100 ár frá fæðingu Björns Þorsteinssonar sagnfræðings

mars 2018

Þriðjudaginn 20. mars 2018 kl. 16:30-18:30 verður efnt til Bjarnarmessu í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur (Fyrirlestrarsal 023). Bjarnarmessa er minningarþing Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands, Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags sem haldið er í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Björns Þorsteinssonar sagnfræðings.

Björn var brautryðjandi í nútímasagnfræði á Íslandi og um langt skeið einn fremsti fræðimaður á sínu sviði. Hann setti Íslandssöguna í alþjóðlegt samhengi og opnaði henni nýjar víddir. Björn var alla ævi kennari og óþreytandi að miðla þekkingu sinni til nemenda og almennings enda taldi hann brýnt að þjóðin þekkti fortíð sína.

Á Bjarnarmessu stíga þjóðþekktir fræðimenn á stokk og heiðra minningu Björns með fjölbreyttum erindum.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Dagskrá:

Fundarstjóri: Kristín Svava Tómasdóttir, formaður Sagnfræðingafélags Íslands

Fyrir hlé:
Þingsetning: Hrefna Róbertsdóttir, forseti Sögufélags

Kveðja frá Vigdísi Finnbogadóttur

Helgi Skúli Kjartansson: Eigi einhamur: Æviatriði Björns Þorsteinssonar

Sveinbjörn Rafnsson: Björn Þorsteinsson, íslenskur sagnfræðingur á 20. öld

Helgi Þorláksson: Félagsmálatröllið Björn Þorsteinsson

Guðmundur J. Guðmundsson: Í slóð Björns Þorsteinssonar

Hlé sa. kl. 17:20 í 20 mín. Léttar veitingar

Eftir hlé:

Björn Pálsson: Fræðari og félagi

Þórunn Valdimarsdóttir: Bjössi besta Buna

Ávarp: Valgerður Björnsdóttir

Ávarp: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands

Styrkveiting úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar: Valgerður Björnsdóttir afhendir styrkinn

Þingslit: Anna Agnarsdóttir f.h. Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands