Már Jónsson

Már Jónsson er fæddur árið 1959. Hann útskrifaðist með BA-gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1980 og lauk cand.mag.-prófi haustið 1985. Jafnframt stundaði hann nám í Björgvin og París. Hann lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1993. Næstu árin var hann við rannsóknir í Bandaríkjunum og Danmörku en var ráðinn lektor í sagnfræði árið 1998. Rannsóknir Más hafa beinst að sögu Íslands frá 13. öld til seinni hluta 19. aldar.

Már sat í stjórn Sögufélags 1988-1989 og 2002-2008, og var einn ritstjóra Sögu árin 1997-1998.  

 

Bækur eftir höfund