Lokað á skrifstofu Sögufélags til 30. október

Vegna sóttvarnarráðstafana hefur verið ákveðið að loka afgreiðslu og verslun félagsins fram til 30. október. Við verðum því ekki með opið kl. 13–17 á mánudögum og þriðjudögum eins og venjulega á því tímabili.  Enn verður hægt að panta bækur í vefverslun á sogufelag.is/ og fá sendar, og senda okkur fyrirspurnir á netfangið sogufelag@sogufelag.000web.site.

Orðspor Williams Faulkner á Íslandi kemur út hjá Sögufélagi.

Haukur Ingvarsson skrifaði í dag undir samning um útgáfu bókar sem byggir á doktorsritgerðar hans, „Orðspor Williams Faulkner á Íslandi. Menningarsamskipti Íslands og Bandaríkjanna 1930–1960“, hjá Sögufélagi. Haukur leitar svara við því hvernig nafn Faulkner varð til og þróaðist á íslenskum menningarvettvangi 1933–1960. Á sama tíma kannar hann samspil íslenska bókmenntakerfisins við erlend bókmenntakerfi, á […]

Sumarstarfsmenn hjá Sögufélagi

Fyrir skemmstu greindum við frá því að Sögufélag hefði fengið styrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta fyrir verkefnið „Margmiðlunarsíða og veflægur gagnagrunnur um tímaritið Sögu og útgáfu Sögufélags.“ Arnór Gunnar Gunnarsson hefur nú verið ráðinn til verkefnisins og mun starfa hjá Sögufélagi í sumar. Arnór er með MA-próf í sagnfræði frá Columbia-háskóla og hann mun vinna […]

Húsfyllir á Sögukvöldi

Í tilfefni útgáfu Sögu 2020:1 var blásið til Sögukvölds í Gunnarshúsi þann 4. júní síðastliðinn. Höfundar hinna þriggja ritrýndu greina heftisins kynntu rannsóknir sínar við góðar undirtektir. Auk þess ræddi Kristín Svava Tómasdóttir, önnur tveggja ritstjóra Sögu, annað efni í tímaritinu.  Haukur Ingvarsson hóf leik og sagði okkur frá Vestur-Íslendingnum Hjörvarði Harvard Árnasyni, sem starfaði fyrir […]

SAGA er komin út

Vorhefti tímaritsins Sögu 2020 er komið út og er á leið til áskrifenda. Í heftinu eru þrjár ritrýndar greinar. Skafti Ingimarsson skrifar um „hvíta stríðið“ eða Drengsmálið árið 1921 á grundvelli áður óþekktra heimilda af danska Ríkisskjalasafninu, sem sýna að dönsk stjórnvöld voru reiðubúin að grípa til hernaðaraðgerða gegn uppreisnaröflum í Reykjavík ef íslensk stjórnvöld […]

Samningur undirritaður um útgáfu á skjölum yfirréttarins

Þann 7. maí síðastliðinn var undirritaður samningur milli Alþingis, Þjóðskjalasafns Íslands og Sögufélags um útgáfuverkefni til tíu ára. Gefnir verða út dómar og skjöl yfirrréttarins á Íslandi og aukalögþinga. Yfirrétturinn starfaði á Þingvöllum árin 1563-1800 og eru elstu varðveittu dómskjölin fráárinu 1690. Fyrsta bindi ritraðarinnar kom út árið 2011 og tók til áranna 1690-1710, næsta […]

Aðalfundur Sögufélags

Aðalfundur Sögufélags var haldinn þann 12. mars síðastliðinn, rétt áður en samkomubann skall á. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Fundinum stýrði Hafdís Erla Hafsteinsdóttir og fundarritari var Markús Þ. Þórhallsson. Hrefna Róbertsdóttir, forseti Sögufélags, flutti ársskýrslu og Brynhildur Ingvarsdóttir, gjaldkeri, lagði fram og kynnti ársreikning Sögufélags. Á fundinum var nýrri vefsíðu Sögufélags jafnframt hleypt af […]

Bergsteinn Jónsson

Bergsteinn Jónsson (1926-2006) var prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann tók sæti í varastjórn Sögufélags árið 1960 og 1965-1978 var hann í aðalstjórn félagsins. Áður en hann tók sæti í stjórn var hann byrjaður að vinna að útgáfu Sögufélags á skjölum Landsnefndarinnar fyrri frá 1770-1771 og kom fyrsta bindið út 1958 og það næsta […]

Aðalgeir Kristjánsson

Aðalgeir Kristjánsson (f. 1924) er sagnfræðingur og fyrrverandi skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands. Hann lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1974 með ritgerð um Brynjólf Pétursson.  Bækur eftir höfund Endurreisn Alþingis og Þjóðfundurinn Ekkert nýtt, nema veröldin

Hjalti Snær Ægisson

Hjalti Snær Ægisson (f. 1981) er doktor í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands (2019). Hann ritstýrði, ásamt Aðalgeir Kristjánssyni, bréfaskiptum Gríms Thomsens og Brynjólfs Péturssonar sem komu út í smáritaröð Sögufélags árið 2011.    Bækur eftir höfund Ekkert nýtt, nema veröldin