Höfundur
Steinunn Kristjánsdóttir
Útgefandi
Sögufélag í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands2
Útgáfuár
2017
ISBN
Unavailable
Blaðsíðufjöldi
600
Ritstjóri
Unavailable
Myndaritstjóri
Unavailable
Tegund
Menningarsaga, Miðaldir, Sagnfræði, Trúarbrögð

Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir

Steinunn Kristjánsdóttir

8.900kr.

Klaustrin voru öflugustu stofnanir kaþólsku kirkjunnar á Íslandi á miðöldum, næst á eftir biskupsstólunum. Saga þeirra, sem spannar nær 500 ár, einkennist af auðsöfnun og aga í bland við bóklega menntun, handverk, stjórnsýslu, hjúkrun, lækningar og útbreiðslu trúar á Guð alvaldan og helga menn og konur. Hún er líka saga síendurtekinna skírlífisbrota og barneigna, farsótta og dauða, eldsvoða og vopnaðra átaka.

Alls voru 14 klaustur stofnuð á Íslandi á kaþólskum tíma, hið fyrsta árið 1030 og hið síðasta 1493. Klausturhaldið nær þannig yfir ólík tímaskeið, allt frá bjartsýnisárum til falls kaþólsku kirkjunnar með innleiðingu lúterskunnar við siðaskiptin 1550.

Eftir siðaskiptin urðu eigur klaustranna ein helsta stoðin í veldi Danakonungs en kaþólsk trú var bönnuð til ársins 1874. Klausturhús voru rifin, rústir sukku í jörð og gripir glötuðust. Jafnframt týndist vitneskjan um klaustrin og klausturhald í landinu.

Eins og titillinn gefur til kynna er leit að klaustrunum hér í forgrunni og byggir bókin á margra ára rannsóknum höfundar. Steinunn Kristjánsdóttir bregður á persónlegan hátt ljósi á sögu klausturhalds í landinu og löngu horfinn heimur þeirra opnast fyrir lesendum.

Leitin að klaustrunum hlaut Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana árið 2017, Viðurkenningu Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, og Menningarverðlauna DV fyrir árið 2017. Auk þess var hún tilnefnd bæði til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna.

Bókina má skoða sem nokkurs konar sjálfstætt framhald af Sögunni um Skriðuklaustur eftir Steinunni sem Sögufélag gaf út árið 2012.

Steinunn er prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.