Höfundur
Unavailable
Útgefandi
Sögufélag
Útgáfuár
Unavailable
ISBN
Unavailable
Blaðsíðufjöldi
Unavailable
Ritstjóri
Unavailable
Myndaritstjóri
Unavailable
Tegund
16.-18. öld, Heimildaútgáfa

Landsnefndin fyrri / Den islandske landkommission 1770-1771 I

8.900kr.

Landsnefndin fyrri var þriggja manna nefnd á vegum konungs sem ferðaðist um Ísland á árunum 1770-1771 og safnaði upplýsingum um land, þjóð og aðstæður í samfélaginu. Embættismenn landsins fengu sértækar spurningar frá nefndinni um allar hliðar samfélagsins á Íslandi, svo sem um fólksfjölda, kirkju, heilbrigðismál, verslun, handverk, landbúnað, sjávarútveg, samgöngur og margt fleira. En almenningur var hvattur til að senda nefndinni sína sýn á landsins gagn og nauðsynjar að ógleymdum eigin aðstæðum.

Í skjalasafni Landsnefndarinnar eru því bréf frá almenningi, prestum, sýslumönnum og öðrum embættismönnum auk greinargerða og margvíslegra gagna frá nefndarmönnum sjálfum. Landsnefndarskjölin gefa einstæða innsýn inn í hugarfar, venjur og siði almennings og embættismanna, auk afstöðu danskra stjórnvalda til þeirra fjölmörgu mála sem Íslendingar gerðu að umtalsefni í lok 18. aldar.

Útgáfa Sögufélags, Þjóðskjalasafns Íslands og Ríkisskjalasafns Danmerkur á skjölum Landsnefndarinnar fyrri hófst árið 2016. Bækurnar verða sex talsins, með uppskriftum skjala og fræðilegum greinum, auk vefbirtingar ljósmynda af frumskjölunum og uppskrifta á þeim.

Í fyrsta bindinu birtast uppskriftir af bréfum sem íslenskur almenningur skrifaði til nefndarinnar. Kennir þar margra grasa og er einstakt að eiga heimildir frá lokum 18. aldar sem skrifaðar eru af bændum og búaliði þar sem þeir lýsa sínum eigin kjörum.

Landsnefndin fyrri var þriggja manna nefnd á vegum konungs sem ferðaðist um Ísland á árunum 1770-1771 og safnaði upplýsingum um land, þjóð og aðstæður í samfélaginu. Embættismenn landsins fengu sértækar spurningar frá nefndinni um allar hliðar samfélagsins á Íslandi, svo sem um fólksfjölda, kirkju, heilbrigðismál, verslun, handverk, landbúnað, sjávarútveg, samgöngur og margt fleira. En almenningur var hvattur til að senda nefndinni sína sýn á landsins gagn og nauðsynjar að ógleymdum eigin aðstæðum.

Í skjalasafni Landsnefndarinnar eru því bréf frá almenningi, prestum, sýslumönnum og öðrum embættismönnum auk greinargerða og margvíslegra gagna frá nefndarmönnum sjálfum. Landsnefndarskjölin gefa einstæða innsýn inn í hugarfar, venjur og siði almennings og embættismanna, auk afstöðu danskra stjórnvalda til þeirra fjölmörgu mála sem Íslendingar gerðu að umtalsefni í lok 18. aldar.

Útgáfa Sögufélags, Þjóðskjalasafns Íslands og Ríkisskjalasafns Danmerkur á skjölum Landsnefndarinnar fyrri hófst árið 2016. Bækurnar verða sex talsins, með uppskriftum skjala og fræðilegum greinum, auk vefbirtingar ljósmynda af frumskjölunum og uppskrifta á þeim.

Í fyrsta bindinu birtast uppskriftir af bréfum sem íslenskur almenningur skrifaði til nefndarinnar. Kennir þar margra grasa og er einstakt að eiga heimildir frá lokum 18. aldar sem skrifaðar eru af bændum og búaliði þar sem þeir lýsa sínum eigin kjörum.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.