Sögufélagið verður þátttakandi í bókahátíð í Hörpu um helgina.

Sannkölluð bókahátíð verður í Hörpu um helgina, frá 11 – 17 báða dagana, og auðvitað verður Sögufélagið á staðnum til að bjóða gesti í spjall og kynna útgáfubækur okkar.

Þar ber hæst stórvirkið Samfélag eftir máli eftir Harald Sigurðsson sem er fyrsta heildstæða yfirlitið yfir sögu skipulagsmála á Íslandi. Það gerir okkur loksins kleift að kynna okkur skipulagsmál og sögu þeirra.

Önnur bók sem sem mun fanga athygli gesta er Andlit til sýnis eftir Kristínu Loftsdóttur. Þar er söguumhverfið sólskinseyjarnar Kanarí og safn sem þar er með brjóstafsteypum af fólki frá ólíkum stöðum heimsins, m.a. Íslandi. Safn sem segir sögu á lifandi hátt og tengir hana heimi 19. aldar þar sem fólki og náttúru var raðað upp í stigveldi. Mörg átakamál samtímans glíma við þessa fortíð.

Glæsilegar bækur, ríkulegar af myndum og einstaklega fallega hannaðar.

Höfundarnir verða á staðnum frá kl. 14.30 báða dagana.

Þess má jafnframt geta að bókin Yfirrétturinn á Íslandi verður höfð frammi sem og tímaritið Saga 2023 I og II.