Vel samin rit fá viðurkenningu

desember 2018 Tveir höfundar bóka sem Sögufélag gaf út í ár, hafa fengið úthlutað úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar. Það eru þau Axel Kristinsson höfundur bókarinnar Hnignun, hvaða hnignun? og Kristín Svava Tómasdóttir sem skrifaði Stund klámsins. Bækurnar hafa báðir vakið eftirtekt og umtal, þær eru vel skrifaðar, læsilegar og falla því vel að úthlutunarreglum […]

Stund klámsins í öðru sæti!

desember 2018 Bók Kristínar Svövu Tómasdóttur Stund klámsins hafnaði í öðru sæti í flokki fræði- og handbóka, í verðlaunavali bóksala 2018.  Stórvirkið Flóra Íslands var hlutskarpast að þessu sinni. Verðlaun bóksala eru árviss atburður sem var kynntur í bókaþætti Egils Helgasonar Kiljunni miðvikudagskvöldið 12. desember. Bóksalar um allt land greiða atkvæði um nýútkomnar bækur og […]

Margmenni á málþingi

desember 2018 Húsfyllir var á þverfaglegu málþingi Sögufélags og Sagnfræðistofnunar Vesæl þjóð í vondu landi? Goðsagnir og raunveruleiki Íslandssögunnar. Guðrún Gísladóttir, prófessor í landfræði reið á vaðið þar sem hún lýsti hvernig menn og eldfjöll gerbreyttu ásýnd Íslands á fyrstu öld byggðar í landinu. Axel Kristinsson sagnfræðingur fjallaði um goðsagnir eða mýtur um s.k. vistmorð […]

Vesæl þjóð í vondu landi? Goðsagnir og raunveruleiki Íslandssögunnar

nóvember 2018 Oft er talað um að íslenska þjóðin hafi fyrr á tímum búið við ömurlega örbirgð um langa hríð. En er þetta ekki bara goðsögn sem varð til í þjóðfrelsisbaráttunni, eitthvað sem fólk þurfti að trúa til að sannfæra sig um að sjálfstæði væri best? Goðsögnin virðist síðan hafa verið endurunnin í þágu nýrra […]

Bókamessa og fullveldisganga

nóvember 2018 Sögufélag mun kynna allar bækurnar sem út komu í haust á Bókamessu í bókmenntaborg í Hörpu helgina 24. – 25. nóvember. Nokkrir höfundanna munu verða á staðnum að árita bækur sínar sem verða boðnar á góðu verði. Bókamessan er opin báða dagana frá kl. 11 til 17. Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur verður með sögugöngu […]