Bréf Jóns Thoroddsens

oktober 2016 Út er komin bókin  Bréf Jóns Thoroddsens í ritstjórn Más Jónssonar. Jón Thoroddsen (1818-1868) er þekktur fyrir skáldsögur sínar Pilt og stúlku frá 1850 og Mann og konu, sem kom út að honum látnum, auk þess sem mörg ljóða hans lifa góðu lífi í söng og lestri. Hann var lengi sýslumaður í Barðastrandarsýslu […]

Auðnaróðal. Baráttan um Ísland 1096-1281

águst 2016 Út er komin bókin Auðnaróðal. Baráttan um Ísland 1096-1281 eftir Sverri Jakobsson. Á fáeinum áratugum tók íslenskt samfélag stakkaskiptum og varð eins og önnur evrópsk miðaldasamfélög. Valdabarátta höfðingja náði hámarki á árunum 1220–1264 sem hafa oft verið nefnd Sturlungaöld. Hér eru pólitísk átök þessara ófriðarára greind og sett í nýtt samhengi þar sem […]

Landsnefndin fyrri / Den islandske landkommission 1770-1771 I

apríl 2016 Landsnefndin fyrri var þriggja manna nefnd á vegum konungs sem ferðaðist um Ísland í eitt og hálft ár og safnaði upplýsingum um land, þjóð og aðstæður í samfélaginu. Í bókinni birtast uppskriftir af bréfum, sem íslenskur almenningur skrifaði til nefndarinnar. Kennir þar margra grasa og er einstakt að eiga heimildir frá lokum 18. […]